4. mars (skrifað 6. mars)

Góðan dag gott fólk.

Móðir mín hefði orðið 68 ára síðasta sunnudag og ég ákvað af því eða í því tilefni (hvort segir maður?) að elda lambalæri og fékk gríslingana mína í mat. Ég hafði með þessu epli í rjóma og koníaki og brúnaðar kartöflur. Það er alveg ljóst að andi mömmu sveif þarna yfir því þetta var í fyrsta skiptið sem mér tókst að brúna kartöflur eins og á að gera og ég er þess fullviss að móðir mín hafi hjálpað þar. Ég hef reynt að brúna kartöflur af og til í síðustu 15 ár og aldrei almennilega náð því þar til nú. Stemmingin við matarborðið var einstaklega ljúf og við sátum og nutum þess.
Mjög, mjög ljúft.

Ég vil óska Írisi frænku (hans Dodda) til hamingju með daginn einmitt þennan sama dag.

Að öðru þá er það að frétta að ég fer í atvinnuviðtal á morgun. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því.

Við Sólrún fórum í dag í foreldraviðtal vegna Alexanders og fengum að vita það að hann sé að standa sig með prýði og að hann sé orðinn öruggari með sig í bekknum og betur "innvinklaður" en áður. Það var gott að heyra.

Jæja farinn að glápa á mína menn, Liverpool, vonandi klára Börsungana í kvöld.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Addý Guðjóns sagði…
Aumingja púlararnir að fá íslenskan rasskell!
En annars segir maður "af því tilefni"
Með kveðju úr sultunni.
Arnar Thor sagði…
Draumaúrslit...fara áfram og Eiður skorar. Verður varla betra fyrir Púlara og Íslending :)

Vinsælar færslur